Nýjast á Local Suðurnes

Landsliðsfólk greiðir stóran hluta kostnaðar við ferð á EM – Vertu mEMm!

Dagana 10-16 október næstkomandi fer fram Evrópumótið í hópfimleikum í Mari­bor í Slóven­íu. Íþróttin er ein sú vinsælasta sem stunduð er hér á landi og í þetta skiptið eiga Suðurnesin fulltrúa í landsliðinu, en Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman, frá Fimleikadeild Keflavíkur er hluti af sextán manna hópi sem keppir í blandaðri sveit karla og kvenna á mótinu.

Eftir því sem Suðurnes.net kemst næst er Kolbrún Júlía fyrsti landsliðsmaðurinn í fimleikum sem kemur frá Fimleikadeild Keflavíkur.

Á vef Fimleikasambands Íslands kemur fram að keppendur þurfi sjálfir að greiða hluta kostnaðarins við ferðina á mótið og er hlutur hvers keppanda varlega áætlaður um 350-400.000 krónur. Sambandið hefur því sett í gang fjáröflunarsíðu, þar sem fyrirtækjum gefst kostur á að styðja við bakið á keppendum með fjárframlögum – Slóðina á styrktarsíðuna má finna hér.

Þess má geta að Ísland hefur hampað titlinum tvisvar frá 2010.