Nýjast á Local Suðurnes

Hlutu styrk til að vinna að svæðisbundnu samráði vegna ofbeldis og afbrota á Suðurnesjum

Ríkislögreglustjóri og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum hlutu á dögunum styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að upphæð 18.800.000 kr. til að vinna að svæðisbundnu samráði gegn ofbeldi og afbrotum á Suðurnesjum.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Grindavík, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Vogar og Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum vinna að svæðisbundnu samráði vegna ofbeldis og afbrota á Suðurnesjum. Sett verður á stofn Velferðarmiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, byggða á Family Justice Center-líkaninu.

Önnur verkefni munu byggja á sameiginlegu stöðumati aðila um vænlegar áherslur er lúta að ofbeldisvörnum og tilfinningu íbúa fyrir öryggi. Unnin verður sameiginleg aðgerðaáætlun gegn ofbeldi með mælanlegum markmiðum og eftirfylgni tryggð.