Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkurstúlkur styrkja Samiru Suleman

Meistara- og 2. flokkur kvenna hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur styrktu á dögunum Samiru Suleman fyrirliða Víkings Ólafsvíkur um 80 þúsund krónur, en upphæðin var lögð í söfnun vegna veikinda hennar.

Nýlega kom í ljós að Samira er með stórt æxli í maga en það var fjarlægt í skurðaðgerð fyrir tíu dögum síðan og er talið að aðgerðin hafi heppnast vel.