Nýjast á Local Suðurnes

Fjölbrautaskólinn selur sumarhús – Byggt af nemendum og kennurum

Líkt og undanfarin ár hefur bygging sumarhúss verið hluti af verknámi nemenda við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, húsið er nú auglýst til sölu á vef Ríkiskaupa og er hægt að skila inn tilboði til 24. maí næstkomandi.

Um er að ræða timburhús 56 m² að grunnfleti með millilofti sem reiknast um 7 m² en er um 25 m². Húsið er fullklárað að utan og veggir að innan eru klæddir með gipsi og loft eru panelklædd. Á gólfi er 22mm gólfplötur.

Húsið er án endanlegra gólfefna innréttinga og innihurða. Rafmagn er fullklárað með tilbúinni rafmagnstöflu. Húsið er klætt að utan með 32mm bjálkaklæðningu. Það er einangrað með 200mm steinull í gólfi , 150mm ull í útveggjum og þak er einangrað með 200mm ull. Gluggar eru allir með tvöföldu k-gleri.

Hægt er að skoða teikningar af húsinu og nálgast tilboðsblað með því að smella hér.