Nýjast á Local Suðurnes

Unnið að heimildarmynd um gullaldarár Knattspyrnufélagsins Víðis

Þeir Eyþór Sæmundsson og Þorsteinn Surmeli vinna nú að gerð heimildarmyndar um gullaldarár Knattspyrnufélagsins Víðis í Garði og er stefnt að því að ljúka við gerð myndarinnar á þessu ári, í tilefni þess að félagið fagnar 80 ára afmæli á árinu.

Knattspyrnufélagið Víðir í Garði var stofnað þann 11. maí árið 1936. Liðið hefur lengst af leikið í neðri deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu, fyrir utan árin 1985-1987 og árið 1991 þegar liðið lék í efstu deild. Besti árangur liðsins í deildarkeppni var árið 1986 þegar liðið endaði í 7. sæti efstu deildar. Þá hefur Víðir einu sinni komist í úrslitaleik bikarkeppninnar, árið 1987, þar sem liðið tapaði 5-0 gegn Fram.