Nýjast á Local Suðurnes

Óvenju mörg kynferðisbrot á Suðurnesjum – Sami sakborningur átti hlut að 27 málum

Rannsóknir kynferðisbrota hafa lengi verið umfangsmikill þáttur í vinnu rannsóknardeildar Lögreglunnar á Suðurnesjum og árið 2016 voru þau óvenjumörg eða 51 alls.

Sex nauðgunarmál komu inn á borð lögreglu, fimm mál tengdust heimilisofbeldi og voru brotaþolar í öllum tilfellum börn. Þá átti sami sakborningur hlut að 27 málum, en þar var um að ræða áreiti á ungar stúlkur á samfélagsmiðlum. Brotaþolar voru allt unglingsstúlkur búsettar víðs vegar um land.

Í ársskýrslu Lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að kynferðisbrotum hafi fjölgað mjög á undanförnum árum þar sem brotamenn notfæra sér samfélagsmiðla og Internet til að áreita og særa blygðunarsemi fólks og þá sérstaklega ungra stúlkna og eru Suðurnesin engin undantekning á því.