Nýjast á Local Suðurnes

Drengur féll í gegnum ís á tjörninni í Innri Njarðvík

Mynd: Skjáskot/Google

Ungur drengur féll í gegnum ís á tjörninni í Innri Njarðvík í dag. Drengnurinn, sem var orðinn það þungur að hann komst ekki upp af sjálfsdáðum fékk aðstoð annara barna sem voru á svæðinu við að komast upp og hlúðu þau að honum þar til foreldrar komu á svæðið.

Frá þessu er greint í lokuðum hópi foreldra barna í Akurskóla, en þar er brýnt fyrir foreldrum að vara börn sín við hættunni sem getur fylgt því að vera við leik á tjörninni.