Nýjast á Local Suðurnes

Ferðalangar skilja eftir sig hægðir á almannafæri á Suðurnesjum

Það blasti stór pollur af mannaskít við þeim sem leið áttu um bílastæði fyrir fatlaða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar seint í gærkvöldi. Ferðamaður á húsbíl virtist hafa tæmt úr ferðaklósettinu á planið og var slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli kallað út til að hreinsa planið.

Ekki er ljóst hvort atvikið hafi verið fyrir slysni eða ekki en samkvæmt DV.is mun Isavia, rekstraraðili flugvallarins ekkert frekar aðhafast í málinu. Fyrir þá sem vilja sjá myndir er um að gera að smella á linkinn hér.