Nýjast á Local Suðurnes

Breytingar á akstri strætó yfir jól og áramót

Strætóferðir verða af skornum skammti yfir hátíðirnar, en allar ferðir falla niður frá og með 24. desember til og með 26. desember.  Nánari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan eða á þeim heimasíðum sem gefnar eru upp hér fyrir neðan.

Strætóferðir innan Reykjanesbæjar falla niður eftirtalda daga yfir jólahátíðina:

 • Aðfangadag 24. desember
 • Jóladag 25. desember
 • Annan í jólum 26.desember
 • Gamlársdag 30. desember
 • Nýársdag 1. janúar

Aðra daga verður akstur strætó innan Reykjanesbæjar með hefðbundnu sniði. Nánari upplýsingar á www.sbk.is

Akstur Strætó á landsbyggðinni verður með þessum hætti:

 • Þorláksmessa – 23. desember, ekið samkvæmt áætlun
 • Aðfangadagur – 24. desember, einstaka leið er ekin samkvæmt laugardagsáætlun (nánari upplýsingar um hverja leið fyrir sig er að finna í leiðarbók)
 • Jóladagur – 25. desember, enginn akstur
 • Annar í jólum – 26. desember, ekið samkvæmt sunnudagsáætlun
 • Gamlársdagur – 31.desember, einstaka leið er ekin samkvæmt laugardagsáætlun (nánari upplýsingar um hverja leið fyrir sig er að finna í leiðarbók)
 • Nýársdagur – 1. janúar, enginn akstur

Aðra daga verður akstur Strætó til og frá Reykjanesbæ með hefðbundnu sniði. Sjá nánar áwww.straeto.is.