Nýjast á Local Suðurnes

Heitt vatn á leið í hús

Rafmagnsleysi fyrr í dag varð þess valdandi að dælustöð fyrir heitt vatn við Fitjar sló út í um 30 mínútur. Í kjölfarið varð heitavatnslaust eða minni þrýstingur á kerfinu hjá einhverjum notendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum, sem sjá má hér að neðan:

Til upplýsinga fyrir viðskiptavini okkar á Suðurnesjum hafa einhverjir viðskiptavinir orðið varir við heitavatnsleysi.

Útsláttur á Suðurnesjalínu 1 sem olli rafmagnsleysi fyrr í dag á öllum Suðurnesjum varð til þess að dælustöð fyrir heitt vatn við Fitjar sló út í um 30 mínútur. Hefur það orðið til þess að heitavatnslaust er eða minni þrýstingur á kerfinu hjá einhverjum notendum, þá helst í Suðurnesjabæ, í Vogum og við Vatnsleysuströnd þar sem það tekur kerfið tíma að ná upp þrýstingi aftur.

Við erum vongóð um að um kl. 19 eigi allir viðskiptavinir að vera komnir með heitt vatn aftur.