Reykjanesbraut lokuð í báðar áttir
Reykjanesbrautin er lokuð í báðar áttir!
Mjög slæmt skyggni er á Reykjanesbraut um þessar mundir og slæm færð.
Vegfarendur á svæðinu eru beðnir um að sýna aðgát. Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem hvetur fólk til að fara gætilega!