Nýjast á Local Suðurnes

Viltu eignast Hafnfirðing? – Það er mögulegt að nálgast þá gefins!

Hraðinn á veraldarvefnum er oft á tíðum mikill og það getur orsakað hin ýmsu mistök sem svo geta orðið að hinni mestu skemmtun fyrir okkur sem ferðumst um undraheima internetsins á degi hverjum.

Í amstri dagsins geta fyrirsagnir orðið frekar óheppilegar eins og sannast á þessu dæmi um sölusíðu Hafnfirðinga á samfélagsmiðlinum Facebook, en við fyrstu sýn lítur út fyrir að verið sé að selja eða gefa Hafnfirðinga – Það er þó að sjálfsögðu ekki raunin, heldur er um að ræða hóp, hvar íbúar sveitarfélagsins geta auglýst hluti sem ekki nýtast þeim lengur til sölu, jaa eða gefins.

hafnfirdingar