Nýjast á Local Suðurnes

Naumt tap hjá Njarðvíkingum sem léku án Loga og Hauks Helga

Haukur Helgi lék ekki með Njarðvíkingum í kvöld vegna meiðsla

Njarðvíkingar léku án þeirra Loga Gunnarssonar og Hauks Helga Pálssonar gegn Stjörnunni í Dominos-deildinni í körfuknattleik í kvöld.

Það er óhætt að segja að spennustigið í Ljónagryfjunni hafi verið í hærri kantinum því liðin skiptust á að hafa forystu í leiknum, Njarðvíkingar voru yfir þegar tíu sekúndur lifðu leiks en Stjörnumenn skoruðu í síðustu sókninni og höfðu sigur, 71-73.

Athyglisvert: Viltu hafa áhrif á stefnuna í íþróttamálum?

Leikurinn var eins og áður sagði afar jafn allan tímann, en liðin skiptust allsfjórtán sinnum á að hafa forystu þó Njarðvíkingar hafi mest náð 10 stiga forskoti á Stjörnuna, öll stig Njarðvíkinga í kvöld komu frá byrjunarliðsmönnum.

Maciej Stan­islav Bag­inski var stiga­hæst­ur Njarðvíkinga með 31 stig og Odd­ur Rún­ar Kristjáns­son skoraði 21 og Jeremy Martez Atkin­son 11. Tölfræði leiksins má finna hér.

Með sigrinum í kvöld komust Stjörnumenn upp að hlið Keflvíkinga í 2.-3. sæti en Njarðvíkingar eru í 5. sæti deildarinnar.