Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær birtir fylgigögn með fundargerðum

Reykjanesbær hefur hafið birtingu á fylgigögnum með fundargerðum á vef sveitarfélagsins. Um leið voru jafnframt teknar í gagnið reglur varðandi þau gögn sem birt verða um viðkomandi mál.

Ákvörðun um birtingu gagna með fundargerð skal vera á ábyrgð sviðsstjóra frá ráðum og nefndum Reykjanesbæjar sem falla undir þeirra svið eða stofnun. Nokkrar undantekningar eru þó frá reglunum, til að mynda eru ekki birt fylgigögn er varða einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga og lögaðila, gögn er tengjast dómsmáli eða athugun á því hvort slík mál skulu höfðuð og gögn um málefni starfsfólks svo eitthvað sé nefnt.

Hér má svo sjá dæmi um fundargerð bæjarráðs hvar fylgigögn fylgja málum sem rædd voru.