Nýjast á Local Suðurnes

Kjartan Már eða “sá hæfasti” í bæjarstjórastólinn

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar - Mynd: Skjáskot RÚV

Líklegt verður að teljast að Kjartan Már Kjartansson verði áfram bæjarstjóri í Reykjanesbæ, haldi núverandi meirihluti völdum. Nái aðrir flokkar völdum í sveitarfélaginu verður starfið auglýst og hæfasti umsækjandinn ráðinn.

Þetta kemur fram í svörum fulltrúa flokkana sem bjóða fram í sveitarfélaginu. Rétt er að taka fram að fulltrúi Sjálfstæðisflokks svaraði ekki fyrirspurninni.

Framsókn, Bein leið og Samfylking sögðust vera ánægð með störf Kjartans Más og að hann væri augljósl kostur til starfans. Fulltrúar annara flokka sögðu að stefnan væri að auglýsa eftir bæjarstjóra. Fulltrúi Umbótar, sem býður fram í fyrsta sinn, bætti við að Kjartani Má væri frjálst að sækja um starfið, kæmust þau til valda og ef svo vildi til að hann yrði metinn hæfastur væri starfið hans.