Nýjast á Local Suðurnes

Selja kannabisvökva í rafrettur á netinu – Þetta eru hylkin sem skal varast!

Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir, í færslu á Facebook, að búið sé að þróa kannabisvökva fyrir rafrettur, sem fólk er farið að reykja og gefur hann sömu áhrif og ef kannabis er reykt. Nú þegar er byrjað að selja þetta á sölusíðum á Facebook, að sögn Sigvalda.

Sigvaldi birti á Facebook-síðu sinni mynd af hylkjum sem innihalda slíkan vökva, í því skyni að sýna foreldrum og starfsmönnum skóla hvernig slík hylki líta út.

“Ef þið foreldrar sjáið þessi hylki í fórum krakkana ykkar þá vitið þið hvað þetta er. Þessi vökvi er kominn út um allt land í sölu.” Segir Sigvaldi í færslu sinni, sem er að finna hér fyrir neðan.