Nýjast á Local Suðurnes

Logi skrifar undir hjá Njarðvík – Leikur með liðinu næstu tvö árin

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson hefur framlengt samningi sínum við Njarðvík til ársins 2019. Logi verður því áfram með Njarðvíkingum til ársins 2019 hið minnsta.

Stjórn KKD UMFN fagnar áframhaldandi samstarfi sínu við einn fremsta körfuknattleiksmann þjóðarinnar en þessi 36 ára gamli Njarðvíkingur var með 20 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.