Nýjast á Local Suðurnes

Vinnumálastofnun aðstoði Reykjanesbæ við að styðja frekar við umsækjendur um alþjóðlega vernd

Unnið er að aðgerðaráætl­un um það hvernig hægt sé að styðja frek­ar við um­sækj­end­ur um alþjóðlega vernd í Reykja­nes­bæ. Áætlunin geng­ur út á það að vinnu­mála­stofn­un geti aðstoðað sveitarfélagið við að sjá um þenn­an mikla fjölda sem er í bænum.

Þetta kemur fram í máli Guðmundar Inga Guðbrands­sonar, fé­lags­málaráðherra, í spjalli við mbl.is. Guðmundur Ingi seg­ir að fram­boð íbúðar­hús­næðis í Reykja­nes­bæ sé ástæðan fyr­ir því að hlut­falls­lega flest­ar íbúðir hafi verið tekn­ar á leigu af Vinnu­mála­stofn­un í því sveit­ar­fé­lagi en öðrum sveit­ar­fé­lög­um fyr­ir fólk sem sótt hef­ur um alþjóðlega vernd.

Hann segir að stefnt sé að því að Vinnumálastofnun veiti aðstoð við að bæta innviðina, þjón­ust­una og virkn­ina.