Nýjast á Local Suðurnes

Sjálfstæðismenn þeir einu sem ekki vilja kanna Keflavíkurflugvöll sem kost fyrir innanlandsflug

Þingmenn úr öllum flokkum, nema Sjálfstæðisflokknum, vilja að kannaðir verði kostir þess að flytja innanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í fréttaskýringu sem Kjarninn birtir í dag og byggð er á þingsályktunartillögu sem þingmennirnir hafa lagt fram á Alþingi.

“Ljóst má vera að stofnkostn­aður fyrir inn­an­lands­flug á Keflavíkurflugvelli yrði lægri en á öðrum stöðum sem metnir voru. Keflavíkurflugvöllur er stærsti flugvöllur landsins og þar eru flestir þeir innviðir sem þarf fyrir rekstur inn­an­lands­flugs. Meta þyrfti þó hvort rétt væri að byggja nýja flugstöð sem sérstaklega mundi þjóna inn­an­lands­flugi. Aðrir innviðir, eins og flug­brautir, eru til staðar. Þá má telja líklegt að samlegðaráhrif með millilandaflugi mundi gera það að verkum að rekstrarkostn­aður yrði minni en á sérstökum inn­an­lands­flugvelli,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni