sudurnes.net
Sjálfstæðismenn þeir einu sem ekki vilja kanna Keflavíkurflugvöll sem kost fyrir innanlandsflug - Local Sudurnes
Þingmenn úr öllum flokkum, nema Sjálfstæðisflokknum, vilja að kannaðir verði kostir þess að flytja innanlandsflug frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í fréttaskýringu sem Kjarninn birtir í dag og byggð er á þingsályktunartillögu sem þingmennirnir hafa lagt fram á Alþingi. “Ljóst má vera að stofnkostn­aður fyrir inn­an­lands­flug á Keflavíkurflugvelli yrði lægri en á öðrum stöðum sem metnir voru. Keflavíkurflugvöllur er stærsti flugvöllur landsins og þar eru flestir þeir innviðir sem þarf fyrir rekstur inn­an­lands­flugs. Meta þyrfti þó hvort rétt væri að byggja nýja flugstöð sem sérstaklega mundi þjóna inn­an­lands­flugi. Aðrir innviðir, eins og flug­brautir, eru til staðar. Þá má telja líklegt að samlegðaráhrif með millilandaflugi mundi gera það að verkum að rekstrarkostn­aður yrði minni en á sérstökum inn­an­lands­flugvelli,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni Meira frá SuðurnesjumFjárfesta fyrir um 70 milljarða á ÁsbrúFlugeldi kastað inn um glugga íbúðarhússAfsláttur af notendagjöldum á Keflavíkurflugvelli minnkar árstíðarsveiflurBátalíkön Gríms til sýnis á nýFisktækniskólinn í samstarf með Símey og SamherjaLýðheilsuvísir: Suðurnesjamenn hamingjusamastir en andlega heilsan er slæmTæplega 10.000.000 farþegar fara um Keflavíkurflugvöll í árLítil mengun á Flugvöllum – Svæðið klárt til byggingarframkvæmdaAnnar hvellur væntanlegur – Lögreglan þurfti að eltast við nokkur trampólín í gærReykjaneshöfn vill fá gamlan veg endurgreiddan úr ríkissjóði