Nýjast á Local Suðurnes

Einn fluttur á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í veitingastað

Eld­ur kviknaði í eld­húsi á veit­ingastað við Hafnargötu í Kefla­víkurhverfi Reykjanesbæjar í morg­un. Einn var flutt­ur á sjúkra­hús.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem MBL.is hefur frá bruna­vörn­um Suður­nesja lagði mik­inm svart­an reyk­ frá staðnum þegar slökkvilið kom á vettvang.

Einn starfmaður var á staðnum þegar eld­ur­inn kviknaði og var hann flutt­ur á sjúkra­hús vegna gruns um reyk­eitrun. Mikið tjón varð á staðnum.

Íbúðir fyr­ir ofan veit­ingastaðinn voru rýmd­ar.