Nýjast á Local Suðurnes

Ingvar varði víti og stjórnaði fagnaðarlátunum í klefanum – Myndband!

Mynd: Sandefjord football

Landsliðsmarkvörðurinn Ingvar Jónsson átti flottan leik í marki Sandefjord þegar norska deildarkeppnin hófst á ný eftir stutt sumarfrí. Sandefjord lék gegn Stabæk á útivelli og fóru leikar 1-3 fyrir Ingvari og félögum.

Ingvar varði vel tekna vítaspyrnu þeirra Stabæk manna á mikilvægum tímapunkti í stöðunni 0-1, en kappinn átti flottan leik á milli stanganna ef eitthvað er að marka norska fjölmiðla. Ingvar var einnig í miklu stuði að leik loknum og stjórnaði fagnaðarlátunum í klefanum af miklum myndarbrag, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Sandefjord er í áttunda sæti deildarinnar með 24 stig eftir 18 leiki.