Nýjast á Local Suðurnes

Hringsólaði yfir Reykjanesi og beið færis til að lenda á Keflavíkurflugvelli

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Farþegaþota SAS, á leið til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar frá Gardermoen-flug­velli við Ósló, hring­sólaði yfir Reykja­nesi í tæpa klukku­stund í morgun vegna veðurs. Lend­ing var áætluð klukk­an 11.45 fyr­ir há­degi, en hún tafðist tölu­vert vegna ofsa­veðurs­ins.

Á vef mbl.is kemur fram að vélin hafi lent klukk­an 12.42 og að um hefðbundið verklag væri að ræða þegar flugstjóri mæti aðstæður þannig að þær henti ekki til lendingar.

Guðni Sig­urðsson upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via seg­ir í sam­tali við mbl.is að ekki hafi verið tek­in ákvörðun um að vísa flug­vél­um á aðra flug­velli.

„Þetta er hefðbundið verklag. Flug­stjór­inn met­ur það þannig að and­stæður henti ekki til lend­ing­ar, hring­sól­ar og bíður þar til færi gefst,“ seg­ir Guðni.

Önnur þota, á leið til lands­ins frá Gatwick, lagði þá einnig nokkra lykkju á leið sína vegna veðurofs­ans, en lenti um tutt­ugu mín­út­ur í eitt.

Hér má sjá hvernig vélin hringsólaði rétt fyrir utan Reykjanes - Skjáskot mbl.is/flightradar24

Hér má sjá hvernig vélin hringsólaði rétt fyrir utan Reykjanes – Skjáskot mbl.is/flightradar24