Nýjast á Local Suðurnes

Friðjón kjörinn formaður Menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar

Fyrsti fundur Menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar var haldinn þann 18. september síðastliðinn. Á fundinum voru verkefni ráðsins kynnt auk þess sem forstöðumaður Súlunnar kynnti starfssvið og skipurit Súlunnar.

Þá var kosið í embætti og var Friðjón Einarsson kjörinn formaður ráðsins, Trausti Arngrímsson var kjörinn varaformaður ráðsins og Eydís Hentze Pétursdóttir var kjörin ritari.