Nýjast á Local Suðurnes

Veðurstofan varar við stormi – Vindur verður allt að 23 m/s um hádegi

Veðurstofa Íslands varar við stormi og mikilli úrkomu á landinu í dag. Spá stofnunarinnar gerir ráð fyrir vaxandi suðaustanátt og rigningu með köflum, 13 til 23 metrar á sekúndu um hádegi, hvassast við suðvesturströndina og bætir í úrkomu.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að veður tekur að lægja og að það muni rofa til í nótt, en þó muni vera töluverður vindur, suðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir á morgun.