Nýjast á Local Suðurnes

Slæmt veður í kortunum – Flugi aflýst eða frestað

Myndin tengist fréttinni ekki

Veðurstofan býst við afar slæmu veðri næsta sólarhringinn og hefur gefið út gular hríðarviðvaranir sem gilda meðal annars á Suðurlandi og Faxaflóa.

Víða er gert fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, allt 23 m/s, éljagangi, lélegu skyggni og slæmri færð. Viðvaranir byrja að taka gildi í kvöld og renna ekki út fyrr en seint á morgun.

Ákveðið hefur verið að aflýsa alls 24 flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun, 23. janúar, vegna slæmrar veðurspár. Þá verður flugi frá Bandaríkjunum til Íslands í kvöld einnig seinkað. Nánari upplýsingar um flug má finna á heimasíðu félagsins.

Icelandair er enn sem komið er eina flugfélagið sem hefur aflýst eða frestað flugi vegna slæmrar veðurspár.