Nýjast á Local Suðurnes

Borgunarbikarinn: Grindavík fær Fylki í heimsókn og Víðir fer á Selfoss

Dregið var í 16 liða úrslit Borgunarbikarsins í knattspyrnu í hádeginu, tvö Suðurnesjalið voru í pottinum, Grindavík og Víðir Garði.

Grindvíkingar fá Pepsídeildarlið Fylkis í heimsókn, en Fylkismenn slógu Keflvíkinga út í 32-liða úrslitunum. Víðismenn fá útileik gegn Selfyssingum sem gerðu sér lítð fyrir og lögðu KR-inga að velli eftir framlengdan leik í 32-liða úrslitunum. Leikið verður dagana 8. og 9. júní.