Nýjast á Local Suðurnes

Fjórar stúlkur frá Keflavík tóku þátt í EM U18 í körfuknattleik

Landslið Íslands U18 í kvennaflokki lauk á dögunum keppni í B-deild Evrópumótsins í körfuknattleik, sem fram fór í Sarajevo, en Keflvíkingar áttu fjóra fulltrúa í liðinu, sem stóð sig vel. Thelma Dís Ágústsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr voru fulltrúar Keflvíkinga á mótinu.

Þær léku um bronsverðlaun og sæti í A-deildinni gegn Bosníu en þurftu að lúta í lægra haldi gegn sterku liði. Thelma Dís Ágústsdóttir var atkvæðamest hjá íslenska liðinu með 16 stig, í leiknum.