Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar leika í IceMar-höllinni

Nýtt og glæsilegt íþróttahús Njarðvíkur við Stapaskóla í Innri-Njarðvík mun beta nafn aðal styrktaraðila Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, IceMar, næstu þrjú árin og mun liðið því leika leika í IceMar-Höllinni.

Bræðurnir Gunnar og Teitur Örlygssynir innsigluðu nýjan samning við Körfuknattleiksdeildina þessa efnis á dögunum ásamt Halldóri Karlssyni formanni deildarinnar. Fyrirtæki þeirra bræðra, IceMar, verður helsti og fremsti styktaraðili deildarinnar og mun nýja keppnishúsið því heita IceMar-Höllin.