Nýjast á Local Suðurnes

Tvær nýjar leikskóladeildir opnaðar

Tvær nýjar deildir voru opnaðar á leikskólanum Holt í Reykjanesbæ í dag. Deildirnar eru hýstar í færanlegu húsnæði og eru ætlaðar fyrir 34 börn.

Alls eru 1060 börn í leikskólum sveitarfélagsins um þessar mundir, samkvæmt fundargerð Fræðsluráðs. Starfsmenn eru 317 og eru um 30% af þeim með leikskólakennaramenntun. Starfsmenn með aðra háskólamenntun eru tæplega 20%. Vel hefur gengið að manna leikskólana en það er þó aðeins misjafnt milli leikskóla, segir í fundargerðinni.