Nýjast á Local Suðurnes

Íbúar vilja að ákvörðun skipulagsfulltrúa verði aftukölluð og framkvæmdir stöðvaðar

Mynd: Skjáskot ja.is

Íbúar við Víðidal í Dalshverfi í Innri-Njarðvík hafa lagt inn erindi til Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar þar sem heimild skipulagsfulltrúa til breytinga á hæðakóta á lóðunum 34-70 er mótmælt og óska íbúar eftir að ákvörðunin verði afturkölluð og framkvæmdir stöðvaðar.

Umhverfis- og skipulagsráð tók málið fyrir á fundi og segir í fundargerðum að útgefið byggingarleyfi sé samkvæmt skilmálum skipulags og ákvörðun skipulagsfulltrúa um hæðakóta mun vera innan heimildar. Þá segir jafnframt að hæðakótar séu ekki tilgreindir í skipulagi og að samkvæmt uppdrætti grenndarkynningar frá því í  febrúar 2016 eru húsin ekki sýnd stölluð. Tekið er undir að bygging situr hátt í landi að hluta.

Sviðsstjóra falið að ræða við framkvæmdaraðila um lausn að lóðarmörkum og að lóðarhafi taki tillit til þess við landmótun utan um húsin.