Nýjast á Local Suðurnes

Tonn af malbiki í holufyllingar

Á myndinni má sjá skemmdir á malbiki við Ásabraut en þær hafa nú verið lagfærðar.

Starfsmenn áhaldahúss Sandgerðisbæjar hafa verið önnum kafnir undanfarna daga við holuviðgerðir á malbiki á götum bæjarins. Sýnt er að göturnar koma ekki vel undan vetri og þegar hefur eitt tonn af malbiki farið í holufyllingar á nokkrum götum í sveitarfélögum og við hafnarsvæðið.

Á heimsíðu Sandgerðisbæjar segir að viðhaldi og viðgerðum á götum bæjarins verði haldið áfram auk þess sem bundið slitlag verði lagt á Sjávarbrautina í sumar.