Nýjast á Local Suðurnes

Yfirvinnubann FFR samþykkt með miklum meirihluta

Ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna FFR sem starfa hjá Isavia ohf., Isavia innanlandsflugvellir ehf. og Isavia ANS ehf. hefur verið samþykkt og mun að óbreyttu hefjast þann 3. mars næstkomandi.

Kjörsókn var rúm 80% og var Yfirvinnubannið samþykkt með miklum meirihluta.