Nýjast á Local Suðurnes

Fleiri gestir heimsækja Bókasafn Reykjanesbæjar – Almennum útlánum fækkar

Stefanía Gunnarsdóttir forstöðumaður bókasafnsins lagði fram ársskýrslu safnsins 2015 á fundi menningarráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var þann 10. mars síðastliðinn. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu hefur Bókasafn Reykjanesbæjar staðið fyrir öflugri fræðslu- og viðburðadagskrá. Það virðist vera áhugi fyrir þessari nýbreytni og flestir viðburðir á vegum safnsins hafa verið vel sóttir.

Börnum í sumarlestri fjölgaði um 35% á milli ára en boðið var upp á sumarlestursbingó. Sprenging varð í heimsóknum leik- og grunnskólabarna á bókasafnið en u.þ.b. 2500 börn heimsóttu safnið í sögustundir og ratleikinn „Hvar er Valli“.

Þrátt fyrir að aðsókn gesta hafi aukist í safnið fækkaði almennum útlánum um 3% á árinu 2015. Vefur safnsins var endurnýjaður á árinu í samræmi við áherslur safnsins.