Sjómannastofan Vör opnar eftir breytingar

Sjómannastofan Vör við Hafnargötu í Grindavík hefur verið opnuð á ný, en húsið hefur fengið töluverða yfirhalningu.
Á staðnum verður boðið
upp á veglegt hlaðborð í hádeginu alla virka daga, líkt og gert var fyrir breytingar. Auk þess munu verða einhverjar kvöldopnanir. Þá verður boðið upp á að horfa á leiki í enska boltanum á tjaldi auk þess sem mögulegt verður að eigja salinn fyrir veislur.