Nýjast á Local Suðurnes

30.000 Gestir á Sjóaranum Síkáta – Myndir

Bæjarhátíð Grindvíkinga, Sjóarinn Síkáti fór fram dagana 4-7 júní sl., um 30 þúsund gestir lögðu leið sína til Grindavíkur.

Hátíðin hefur nú fest sig rækilega í sessi sem ein af stærri bæjarhátíðum landsins og koma gestir til Grindavíkur hvaðan æfa af landinu til að taka þátt í gleðinni sem stendur í fjóra daga.

Tjaldstæðið var þétt setið og einnig var tjaldað á gamla rollutúninu. Fullt var útúr dyrum á veitingastöðum og hjá öðrum þjónustuaðilum en Grindvíkingar kippa sér nú lítið upp við smá vertíðarstemmingu í verslun og þjónustu og stóðu vaktina með bros á vör, segir á heimasíðu Grindavíkur.

sjoarinn2015-6

sjoarinn2015-5

sjoarinn2015-4

sjoarinn2015-3

sjoarinn2015-2

sjoarinn2015-1

 

Myndir: Grindavik.is