Nýjast á Local Suðurnes

Ellert Skúlason ehf. bauð lægst í breytingar við FLE

Tvö tilboð bárust í verkið “Stækkun bílastæða og breytingar akstursleiða 2015” við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, frá Ellert Skúlasyni ehf. annarsvegar uppá 108.832.300 kr. og hinsvegar frá Íslenskum Aðalverktökum hf. uppá 137.328.079. Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði uppá 106.233.900 kr.

Verkið fellst m.a. í að útbúa ný bílastæði, breyta akstursleiðum og fjarlægja og steypa kantsteina og eyjar við flugstöðina. Verklok eru áætluð í lok júlí 2015.

ellert skúlason ehf.

 

Myndir: Facebook/Ellert Skúlason ehf. – Isavia Ohf.