Nýjast á Local Suðurnes

WOW-air á lista yfir flugfélög sem bjóða upp á eitthvað alveg einstakt

Vinsæl Bandarísk vefsíða tók saman lista yfir þau flugfélög sem bjóða farþegum sínum upp á eitthvað alveg einstakt. Á listanum er að finna ýmslegt sniðugt sem flugfélögum hefur dottið í hug að bjóða viðskiptavinum sínum upp á til að stytta þeim stundir.

bikiniflug

Vítnamska flugfélagið VietJet Air, sem er eina einkarekna flugfélagið þar í landi, hefur boðið farþegum sínum upp á bikiníklæddar flugfreyjur. Flugfélagið er ekki það eina sem hefur boðið upp á léttklæddar flugfreyjur, en ekkert annað flugfélag hefur boðið sýningu á meðan á fluginu stendur.

Þá bauð þýskt flugfélag upp á nektarflug, þar sem farþegarnir voru naktir um borð á leið sinni frá þýsku borginni Erfurt til ónefndar sólarstrandar, nokkrir farþegar stukku á þetta tilboð og ef marka má myndirnar var mikið fjör um borð.

nektarflug

WOW-air komst á listann fyrir lit fjólubláan lit flugvéla félagsins og nafnið á þeirri nýjustu, TF-GAY. Haft er eftir Skúla Mogensen, stofnanda WOW-air að hugmyndin að nafni vélarinnar, sem er af gerðinni Airbus A-330, hafi komið frá einum af flugmönnum félagsins og að hann hafi slegið til því honum hafi fundist þetta sniðugt nafn á flugvél.

Aðspurður um hvort nafnið myndi fæla viðskipta vini frá því að skella sér á miða sagði Skúli: “Ef ég hefði áhyggjur eða væri hræddur við álit fólks væri WOW-air ekki til í dag”

wowair2

 

Greinin birtist fyrst á Skrýtið.net