Nýjast á Local Suðurnes

Þrír áfangastaðir bætast við hjá Norwegian – Lág fargjöld og sveigjanleiki

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun hefja flug frá Íslandi til þriggja nýrra áfangastaða í haust, London, Barcelona og Madríd. Í dag flýgur Norwegian frá Keflavík til Osló og Bergen.

Frá 1. nóvember mun félagið fljúga til London á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Sama dag verður jómfrúarflug Norwegian frá Keflavík til Madrid. Þangað verður flogið tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum.

Frá og með 2. nóvember mun Norwegian svo fljúga frá Keflavík til Barcelona. Áætlunarflugið verður tvisvar í viku. Á miðvikudögum og laugardögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu, en þar segir einnig að félagið ætli að bjóða upp á lág fargjöld og sveigjanleika fyrir farþega.