Daníel Freyr stefnir hátt í áhættuleik – Áhættuakstur og vopnaþjálfun hluti af náminu
Grindvíkingurinn Daníel Freyr Elíasson er á fleygiferð þessa dagana, en hann hefur stundað og þjálfað jaðaríþróttina Parkour af krafti í nokkur ár, en auk þess hefur hann nýlokið námskeiði hjá European Stunt School, í Danmörku, en eins og nafnið gefur til kynnar er þar er lögð áhersla á að kenna áhættuleik.
Daníel Freyr, sem býr í Reykjanesbæ um þessar mundir hefur því tekið þátt í áhættuakstri, þjálfun í að láta sig falla af byggingum, slagsmálum og skylmingum að undanförnu, auk þess sem hann hefur hlotið vopnaþjálfun, sem er hluti af náminu.
Daníel Freyr sagði í samtali við Albúmm að áhuginn á áhættuleiknum hafi kviknað eftir að hann hitti Þýskan skipuleggjanda áhættuatriða.
„Ég byrjaði að fikta við þetta fljótlega eftir að ég byrjaði að kenna parkour í gerplu, við þjálfararnir fórum tvívegis til þýskalands að hitta mann sem skipuleggur áhættuatriði (Stunt coordinator). Hann sýndi okkur og kenndi ýmislegt, og þar með byrjaði áhuginn á þessum bransa.“
Myndbandið hér fyrir neðan sýnir Daníel Frey framkvæma áhættuatriði á námskeiðinu. Í umfjöllun Albúmms um Daníel er að finna fleirri flott myndbönd frá skólanum.