Nýjast á Local Suðurnes

Védís Hervör með nýtt lag – Hefur fengið um 100.000 áhorf á nokkrum dögum

Védís Hervör Árnadóttir gaf út nýtt lag á dögunum, Grace, sem hefur fengið góðar viðtökur á Youtube, en lagið hefur fengið um 100.000 áhorf frá því það var sett á vefinn þann 1. júní síðastliðinn.

Védís hefur í nógu að snúast þessa dagana en auk þess að semja, syngja og gefa út lög er hún höfundur þemalaganna í Lærum og leikum með hljóðin verkefni móður sinnar, Bryndísar Guðmundsdóttur. Þá rekur hún eigið innflutningsfyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi á vörum frá Kína.

Hægt er að hlusta á nýjasta lag söngkonunnar hér fyrir neðan.