Nýjast á Local Suðurnes

Skólastjórar segja upp störfum

Mynd: Facebook/Holtaskóli - Ozzo

Skólastjórar Holtaskóla í Reykjanesbæ og Gerðaskóla í Garði hafa sagt upp störfum, auk þess sem tveir skólastjórar í Reykjanesbæ munu fara í leyfi frá störfum næsta haust. Þetta kemur fram í fundargerðum fræðsluráðs Reykjanesbæjar og bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs.

Sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar greindi fræðsluráði frá þeim breytingum sem framundan eru varðandi stöður stjórnenda í grunnskólum Reykjanesbæjar á síðasta fundi ráðsins, en auk uppsagnar skólastjóra Holtaskóla hafa tveir aðrir skólastjórar tilkynnt að þeir muni fara í námsleyfi næsta haust.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs samþykkti að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning að auglýsa starf skólastjóra Gerðaskóla um leið og ráðið þakkaði fráfarandi skólastjóra vel unnin störf.