Nýjast á Local Suðurnes

Stjórnendur heimsækja skóla – Kennarar geta komið skoðunum sínum á framfæri milliliðalaust

Stjórnendur Reykjanesbæjar munu á næstu vikum heimsækja leik-og grunnskóla í sveitarfélaginu til þess að ræða við starfsfólkið. Þar munu kennarar fá tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri milliliðalaust, bæði um mannauðsmál og faglegt starf í skólunum.

Töluverð umræða hefur verið um ástandið í grunnskólum í Reykjanesbæ og eru dæmi um kulnun í starfi hjá kennurum í sveitarfélaginu og eru afleiðingarnar þær að fólk er komið í veikindafrí eða er hætt að starfa í skólunum. Í kjölfarið á heimsóknum stjórnenda Reykjanesbæjar verður farið yfir hvar úrbóta er þörf varðandi starfsaðstæður starfsfólks skólanna og er ætlun Reykjanesbæjar að vinna að aðgerðum í samstarfi við starfsfólk til að bregðast við því.