Nýjast á Local Suðurnes

Langt komnir með viðgerðir á Nesvegi

Vegagerðin er langt komin með að gera við skemmdir sem hafa orðið á Nesvegi vestan Grindavíkur á tveimur stöðum, en vegurinn fór í sundur í jarðhræringum undanfarinna daga.

Um bráðbrigða viðgerðir eru að ræða en þær eru gerðar til þess að viðbragðsaðilar og almannavarnir eigi greiða leið um svæðið og til þess að tryggja greiðan aðgang að Grindavík ef nauðsyn ber til.

Allir vegir til Grindavíkur eru lokaðir og umferð um þá óheimil. Þetta er því neyðarrástöfun til að auka öryggi en ekki fyrir almenna umferð.