Nýjast á Local Suðurnes

Vann óvart þrjár milljónir króna

Ó­hætt er að segja að heppnin hafi verið með ein­stæðri móður hér á landi þegar hún var með alla tólf leikina rétta á evrópska get­rauna­seðlinum á mið­viku­dag. Fékk hún rúmar þrjár skatt­frjálsar milljónir í sinn hlut.

Í til­kynningu frá Get­raunum kemur fram að vinningurinn hafi komið henni mjög á ó­vart þar sem hún hafði ætlað sér að tippa á enska seðilinn fyrir næsta laugar­dag.

„Vinnings­miðinn var sjálf­val og kostaði einungis 832 krónur í Lengju appinu sem vinnings­hafinn var ný­búinn að sækja. Enginn var með 13 rétta á evrópska seðlinum og einungis fimm með 12 rétta. Vinningurinn kom sér mjög vel, þar sem vinnings­hafinn er ein­stæð móðir og gat nýtt fjár­hæðina til að borga niður skuldir og gert eitt­hvað skemmti­legt með fjöl­skyldunni,“ segir í til­kynningunni.

Tipparinn styður við bakið á Knatt­spyrnu­deild Kefla­víkur, en þess má geta að get­rauna­númer þeirra er 230 fyrir þá sem vilja styðja við bakið á fé­laginu.