Vann óvart þrjár milljónir króna

Óhætt er að segja að heppnin hafi verið með einstæðri móður hér á landi þegar hún var með alla tólf leikina rétta á evrópska getraunaseðlinum á miðvikudag. Fékk hún rúmar þrjár skattfrjálsar milljónir í sinn hlut.
Í tilkynningu frá Getraunum kemur fram að vinningurinn hafi komið henni mjög á óvart þar sem hún hafði ætlað sér að tippa á enska seðilinn fyrir næsta laugardag.
„Vinningsmiðinn var sjálfval og kostaði einungis 832 krónur í Lengju appinu sem vinningshafinn var nýbúinn að sækja. Enginn var með 13 rétta á evrópska seðlinum og einungis fimm með 12 rétta. Vinningurinn kom sér mjög vel, þar sem vinningshafinn er einstæð móðir og gat nýtt fjárhæðina til að borga niður skuldir og gert eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni,“ segir í tilkynningunni.
Tipparinn styður við bakið á Knattspyrnudeild Keflavíkur, en þess má geta að getraunanúmer þeirra er 230 fyrir þá sem vilja styðja við bakið á félaginu.