Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á að setja upp grenndargáma á fimm stöðum

Reykjanesbær stefnir á að setja upp grenndargáma á fimm stöðum í sveitarfélaginu. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Kölku, ef af verður.

Gámar verða staðsettir á fimm stöðum, á Ásbrú, í Dalshverfi, í Keflavík og í Njarðvík og í Höfnum, en sú stöð verður minni í sniðum. Íbúum gefst með þessu kostur á að flokka til að mynda pappa, gler, járn og plast auk þess sem gert er ráð fyrir því að Skátar fái aðstöðu til dósasöfnunar og Rauði krossinn aðstöðu til fatasöfnunar.

Erindi varðandi þetta hefur þegar verið lagt fyrir bæjarráð sem aftur fól sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu.