Koma íþróttahúsi í stand sem fjöldahjálparstöð
Minnisblað um útfærslu á neyðarhjálparstöð í Reykjanesbæ var lagt fyrir bæjarráð á dögunum, en ráðast þarf í smávægilegar breytingar á íþróttahúsinu við Sunnubraut sem áfram verður nýtt sem neyðar- og fjöldahjálparstöð.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir málinu og kom fram í máli hans að meðal annars þyrfti að fjárfesta í rafstöð og vinnu við tengingar til að tryggja rafmagn í húsnæðinu færi eitthvað úrskeiðis í þeim efnum.
Bæjarráð samþykkti erindið og vísaði því til fjárhagsáætlunargerðar 2021.