Nýjast á Local Suðurnes

Ók á móti einstefnu í leit að Pokémonum

Lögreglan á Suðurnesjum biður fólk að fara varlega í leit sinni að Pokémonum, en fyrsti ökumaðurinn á slíkum veiðum var stöðvaður þegar hann ók á móti einstefnu á Suðurgötu um helgina.

Lögreglan birti eftirfarandi kafla, orðrétt, úr kerfum embættisins, á Facebook-síðu sinni.

„Ökumaður bifreiðarinnar XX-XXX var stöðvaður á Ránargötu í Reykjanesbæ eftir að hafa ekið á móti einstefnu á Suðurgötu. Ökumaður kvaðst hafa verið að aka um með unnustu sinni í leit af Pokemonum og hafi hann ekki verið alveg að fylgjst með umferðamerkjum. Ökumaður játaði brotið og staðfesti vettvangskýrslu með undirskrift sinni“