Nýjast á Local Suðurnes

Milka olnbogar samkomulag við Keflvíkinga

Mynd: Facebook / Keflavík Karfa

Dominykas Milka hefur samið við Keflavík um að leika körfuknattleik með liðinu á næsta tímabili. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir alla sem að starfinu koma, segir í tilkynningu á fésbókarsíðu Keflvíkinga.

Milka var afar ánægður að fá tækifæri til að klæðast Keflavíkurtreyjunni áfram, segir jafnframt í tilkynningunni, og sérstaklega er tekið fram, að hann vilji ólmur klára það verkefni sem Keflvíkingar hófu í byrjun síðasta tímabils. Frekari frétta má vænta af leikmannamálum næstu daga.