Ragnar til Njarðvíkur
Ragnar Nathanaelson hefur samið við Njarðvíkinga um að leika með liðinu í Dominos-deildinni í körfuknattleik.
Ragnar skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í gær í höfuðstöðvum Bernhard í Reykjanesbæ. Ragnar er 218cm hár miðherji og kærkomin viðbót við góðan hóp sem fyrir er, segir í tilkynningu.
Ragnar mun því fylla í það miðherjaskarð sem í raun hefur verið að miklu leyti laust síðustu tímabil hjá liðinu. Ragnar kemur til Njarðvíkur úr atvinnumennskunni en á síðasta tímabili spilaði hann á Spáni og þar áður með Þór Þorlákshöfn í Dominosdeildinni.